Kate Middleton felldi tár

Hertogaynjan
Hertogaynjan Cover Media

Á sunnudagskvöld lögðu William prins og kona hans, Catherine Middleton, leið sína á frumsýningu nýjustu myndar Steven Spielberg, War Horse, í London.

Steven var yfir sig ánægður með að konungsfólkið skyldi láta sjá sig en kunni þó illa við að trufla Catherine þegar hún hóf að fella tár yfir myndinni. "Ég sat við hlið hennar og tók eftir því þegar kona mín rétti Catherine Kleenex-þurrku," sagði Spielberg við BBC Breakfast.

"Mér var illa við að trufla upplifun hennar og passaði mig því á því að gjóa ekki augunum á hana. Það er eitthvað sem segir mér að myndin hafi snert við henni."

Frumsýningin í London var góðgerðarsýning þar sem allur ágóðinn rennur til breska heraflans. 300.000 pund söfnuðust í það heila en 30 einstaklingar borguðu 10.000 pund til að komast á rauða dregilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup