Drew Barrymore vill alvöru brúðkaup

Drew Barrymore.
Drew Barrymore.

Drew Barrymore vill að brúðkaup hennar og Will Kopelman verði hefðbundið.

Leikkonan, sem er 36 ára, trúlofaði sig yfir hátíðarnar og er tilbúin að ganga að altarinu í þriðja sinn.

Fyrri hjónaböndin hennar voru ekki langlíf. Hún giftist bareigandanum Jeremy Thomas þegar hún var 19 ára og hjónaband hennar og grínistans Tom Green entist í ekki nema tæplega eitt ár. Að sögn vina hennar segist hún því tilbúin að gera hlutina rétt í þetta sinn.

“Drew mun ekki stinga af eitthvert eða hafa litla athöfn,” sagði heimildarmaður við Us Weekly. “Hún vill alvöru brúðkaup með hvítum kjól.”

“Þau eru yfir sig ástfangin og hún er heilluð af samheldnu fjölskyldunni hans Kopelman því hún hefur aldrei átt slíka. Hún hefur meira að segja hugleitt að taka upp gyðingdóm því hún veit hversu mikilvæg sú trú er fjölskyldunni.”

Will er sagður hafa hitt í mark hjá nánustu vinum Drew sem segja að hún hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún byrjaði með Will.

“Hann er svo ljúfur við hana,” sagði vinur við In Touch. “Hann er stöðugt að segja henni hversu æðisleg hún er og hvað hún gerir hann hamingjusaman. Öllum vinum hennar finnst frábært hvernig hann kemur fram við hana.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir