Í fimleikum á áttræðisaldri

Á sama tíma og borgarbúar kútveltast í hálkunni í Reykjavík og fylla slysavarðstofuna dag eftir dag fer hópur manna, sem ætla mætti að komnir væru af léttasta skeiði, í flikk, kraftstökk og svifstökk með meiru og kennir sér ekki meins.

Fyrir um 30 árum ákváðu nokkrir „gamlir“ fimleikamenn og -meistarar að taka upp þráðinn á ný og hafa síðan æft saman tvö kvöld í viku frá september fram í maí. Birgir Guðjónsson, sem verður 74 ára í ár, var þá formaður fimleikadeildar ÍR, og viðraði hugmyndina um að fara að æfa aftur við félaga sína og nokkra Ármenninga sem þá voru í dómarastörfum í íþróttinni. „Ég hef haldið utan um skráninguna og er umsjónarmaður hópsins, en Þórir Kjartansson er íþróttaleiðtoginn,“ segir Birgir. „Ég hvatti menn til að byrja og enginn sér eftir því,“ heldur hann áfram og bætir við að auk æfinganna geri þeir sér glaðan dag saman á um sex vikna fresti.

Stökkin halda þeim ungum

„Uppistaða hópsins eru gamlir fimleikajaxlar sem voru saman í fimleikum í gamla daga, sumir síðan um 1958,“ segir Þórir, sem verður 72 ára í ár. Hann segir að þegar „gamlingjarnir“ hafi byrjað að dæma hafi þeir smitast af nærveru við ungu strákana og Birgir hafi tekið af skarið.

Auk tvímenninganna voru í byrjun yngri menn eins og Ófeigur Geirmundsson, sem verður 69 ára í ár, og Hermann Isebarn, sem er ári yngri. „Þeir eru mjög grimmir að mæta,“ segir Þórir en elstu kapparnir eru Gunnar Jakobsson, sem verður 76 ára í ár, og Bragi Magnússon, sem er ári yngri.

„Við erum aðallega að liðka okkur, halda okkur mjúkum og teygja,“ segir Þórir og bætir við að menn haldi við stökkunum á gólfi en forðist frekar æfingar sem reyni á axlirnar eins og æfingar á svifrá og í hringjum. „Við verðum að passa okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir