Eldfjall úr leik

Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri.
Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri.

Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjall, er úr leik í baráttunni um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Listi var birtur í morgun yfir þær níu myndir sem koma til greina sem þær fimm sem tilnefndar verða.

Meðal þessara níu kvikmynda er Superclasico eftir danska leikstjórann Ole Christian Madsen. Hinar átta myndirnar eru íranska myndin „A Separation“ eftir Asghar Farhadi, sem fékk Golden Globe verðlaun sem besta erlenda kvikmyndin síðustu helgi, belgíska myndin „Bullhead“ í leikstjórn Michael R. Roskam og þýska kvikmyndin „Pina“ eftir leikstjórann Wim Wenders, en hún er í þrívídd og einnig á lista  yfir hugsanlega tilnefningar sem besta heimildamyndin.

Þá eru á listanum kanadíska myndin „Monsieur Lazhar“  í leikstjórn  Philippe Falardeau, ísraelska kvikmyndin „Footnote“ eftir leikstjórann Joseph Cedar, marokkóska kvikmyndin„Omar Killed Me“ í leikstjórn Roschdy Zem, pólska myndin „In Darkness“ eftir Agnieszka Holland og myndin „Warriors of the Rainbow“ frá Taívan í leikstjórn Wei Te-sheng.

Tilkynnt verður um tilnefningarnar næstkomandi þriðjudag, en Óskarsverðlaunaafhendingin verður 26. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka