Stallone lélegur bólfélagi

Sylvester Stallone.
Sylvester Stallone. DANNY MOLOSHOK

Brigitte Nielsen hefur upplýst að fyrrum eiginmaður hennar, vöðvatröllið Sylvester Stallone, hafi verið einstaklega lélegur bólfélagi. Leikarinn, sem nú er 65 ára að aldri, kvæntist Nielsen 1985 og entist hjónabandið í tvö ár. Hann hefur látið hafa eftir sér að um mikil mistök hafi verið að ræða og hann hafi hvorki verið með ráði né rænu á meðan á sambandinu stóð.

Hin danska Nielsen var gestur sjónvarpsþáttarins Ich bin ein Star – Holt mich hier raus! sem er þýska útgáfan af I'm A Celebrity... Get Me Out Of Here! Þar sagði hún að Stallone hefði verið mjög slappur elskhugi og hann hefði notað stera með tilheyrandi aukaverkunum sem hefðu minnkað getu hans í rúminu. Nielsen sagði að Rambo-leikarinn hefði breyst eftir að þau giftust, hann hefði orðið mjög stjórnsamur og viljað eigna sér hana. Hjónabandið hefði verið hræðilegt.

T

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar