Vænta barnaláns á ári drekans

Búist er við, að barnsfæðingum í Kína fjölgi um 5% á nýja tunglárinu, ári drekans, sem nú er nýhafið. Samkvæmt kínverskri speki er fylgir því gæfa að eignast börn á ári drekans og þau börn færa fjölskyldum sínum auðlegð og njóta velgengni á lífsleiðinni.

Litli drengurinn á meðfylgjandi myndum fæddist í Hong Kong 20 mínútum eftir að ár drekans gekk í garð og foreldrar hans eru að vonum alsæl.

En svonefndir Feng Shui-meistarar segja, að ekki sé allt fengið þótt börn fæðist á ári drekans því mestu máli skipti hvenær á árinu og á hvaða tíma dagsins barnið fæðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar