Búist er við, að barnsfæðingum í Kína fjölgi um 5% á nýja tunglárinu, ári drekans, sem nú er nýhafið. Samkvæmt kínverskri speki er fylgir því gæfa að eignast börn á ári drekans og þau börn færa fjölskyldum sínum auðlegð og njóta velgengni á lífsleiðinni.
Litli drengurinn á meðfylgjandi myndum fæddist í Hong Kong 20 mínútum eftir að ár drekans gekk í garð og foreldrar hans eru að vonum alsæl.
En svonefndir Feng Shui-meistarar segja, að ekki sé allt fengið þótt börn fæðist á ári drekans því mestu máli skipti hvenær á árinu og á hvaða tíma dagsins barnið fæðist.