Þrjú lög komust áfram

Þriðja undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld og var sýnt í …
Þriðja undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld og var sýnt í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Lögin Hugarró og Aldrei sleppir mér fóru með sigur af hólmi í þriðju undanúrslitakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þá valdi dómnefnd eitt lag til viðbótar en það var lagið Stund með þér.

Magni Ásgeirsson söng lagið Hugarró, sem er eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Textinn er eftir Þórunni Ernu Clausen.

Greta Salóme Stefánsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Heiða Ólafsdóttir sungu lagið Aldrei sleppi mér. Greta samdi jafnframt lag og texta.

Sveinn Rúnar samdi einnig lagið sem dómnefndin valdi, Stund með þér, sem keppti í öðrum undanúrslitaþættinum en þá komst það ekki áfram. Rósa Birgitta Ísfeld söng og textann samdi Þórunn Erna Clausen.

Alls hafa verið valin sjö lög sem munu keppa í úrslitaþætti Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 11. febrúar. Keppnin verður jafnframt í beinni útsendingu á RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir