Býðst 62 milljarðar fyrir X Factor

Beyoncé Knowles í miklum ham.
Beyoncé Knowles í miklum ham. HO

Beyoncé Knowles veit ekki aura sinna tal og ekki mun ástandið skána ef hún tekur tilboði Simons Cowell og sest í dómarasæti í bandaríska hæfileikaþættinum X Factor. Cowell er að sögn mikið í mun að fá stórstirnið til liðs við sig í til að auka vinsældir þáttarins og áhorf og hefur boðið Beyoncé 62 milljarða íslenskra króna fyrir fimm ára samning.

Þættinum X Factor var hleypt af stokkunum á síðasta ári en náði ekki jafnmiklum vinsældum í Bandaríkjunum og vonir höfðu staðið til. Af þeim sökum var ákveðið að skipta út dómurum og því voru Paula Abdul og Nicole Scherzinger látnar fara.

Cowell vonast nú til að koma X Factor rækilega á kortið í Bandaríkjunum með annarri þáttaröðinni og hyggst fá stórstjörnur til að fara með hlutverk dómara. Hann biðlar nú til Beyoncé en hún er upptekin við að sinna nýja móðurhlutverkinu og hefur enn ekki gefið svar sitt, samkvæmt upplýsingum heimildamanns vefsíðunnar Media Takeout.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka