Býðst 62 milljarðar fyrir X Factor

Beyoncé Knowles í miklum ham.
Beyoncé Knowles í miklum ham. HO

Beyoncé Know­les veit ekki aura sinna tal og ekki mun ástandið skána ef hún tek­ur til­boði Simons Cowell og sest í dóm­ara­sæti í banda­ríska hæfi­leikaþætt­in­um X Factor. Cowell er að sögn mikið í mun að fá stórstirnið til liðs við sig í til að auka vin­sæld­ir þátt­ar­ins og áhorf og hef­ur boðið Beyoncé 62 millj­arða ís­lenskra króna fyr­ir fimm ára samn­ing.

Þætt­in­um X Factor var hleypt af stokk­un­um á síðasta ári en náði ekki jafn­mikl­um vin­sæld­um í Banda­ríkj­un­um og von­ir höfðu staðið til. Af þeim sök­um var ákveðið að skipta út dómur­um og því voru Paula Abd­ul og Nicole Scherz­in­ger látn­ar fara.

Cowell von­ast nú til að koma X Factor ræki­lega á kortið í Banda­ríkj­un­um með ann­arri þáttaröðinni og hyggst fá stór­stjörn­ur til að fara með hlut­verk dóm­ara. Hann biðlar nú til Beyoncé en hún er upp­tek­in við að sinna nýja móður­hlut­verk­inu og hef­ur enn ekki gefið svar sitt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um heim­ilda­manns vefsíðunn­ar Media Takeout.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka