Kú skipt út fyrir svín

Merki Vermont ríkis í Bandaríkjunum
Merki Vermont ríkis í Bandaríkjunum

Fangar í Vermont, sem framleiða meðal annars bílnúmeraplötur, gerðu lögreglunni í Vermont ljótan grikk þegar þeir breyttu merki ríkisins. Í stað þess að kýr sé á merkinu var búið að setja svín inn á það.

Hrekkurinn uppgötvaðist nýverið en þá var búið að setja merkinguna á þrjátíu lögreglubifreiðir í Vermont.

Á vef Burlington Free Press kemur fram að bandarískir mótmælendur hefi uppnefnt lögreglumenn svín á sjöunda áratug síðustu aldar.

Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljóst að fangarnir höfðu breytt tölvumynd sem þeir fengu til umráða og virðist enginn hafa gert sér grein fyrir þessu fyrr en í gær. 

Þrátt fyrir að ýmsum sé skemmt vegna þessa er yfirmaður lögreglunnar ekki hrifinn af uppátæki fanganna enda bitnar kostnaðurinn við að breyta bílnúmeraplötunum á skattgreiðendum í ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar