Rangeygður brennuvargur handtekinn

Andrew Burls.
Andrew Burls.

Maður sem kveikti í verslunarhúsnæði í fjöldamótmælunum í London í fyrrasumar hefur verið handtekinn. Af honum náðust myndir og hann var auðþekkjanlegur - mjög rangeygður.

Brennuvargurinn olli gríðarlegu tjóni með uppátæki sínu og margir sem bjuggu í nágrenninu urðu heimilislausir. Eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús og að lokum hrundi byggingin.

Myndir náðust af Andrew Burls á eftirlitsmyndavélar. Hann var með klút fyrir andlitinu en þó ekki augunum og það voru á endanum þau sem komu upp um hann því Burls verður mjög rangeygður undir álagi.

Hann neitaði í fyrstu að hafa kveikt í en játaði þó íkveikjuna fyrir rétti síðastliðinn mánudag enda hafði lögreglan gert fjarvistarsönnun hans að engu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen