Fyrrverandi hjákona Kennedys segir frá

John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna.
John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna. mbl.is

Fyrrverandi starfsnemi í Hvíta húsinu í forsetatíð Johns F. Kennedys fjallar um kynferðissamband sitt við forsetann í nýrri bók en hún var aðeins 19 ára þegar sambandið hófst. Sambandið stóð í 18 mánuði og lauk ekki fyrr en Kennedy var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963.

Starfsneminn fyrrverandi, Mimi Alford, er 69 ára í dag og á eftirlaunum. Hún segir að kynferðissambandið við Kennedy hafi hafist aðeins fáeinum dögum eftir að hún kom til Hvíta hússins sem starfsnemi. Forsetinn hafi þá farið með hana inn í svefnherbergi eiginkonu sinnar eftir teiti með nokkrum vinum hans.

Alford segir að sér hafi í fyrstu brugðið mjög við þetta en Kennedy hafi sjálfur verið sallarólegur. Eftir þetta hittust þau oft og stunduðu kynlíf. Sambandið hélt áfram eftir að hún hætti sem starfsnemi og hélt áfram háskólanámi. Síðasta skiptið sem þau sváfu saman að hennar sögn var aðeins þremur dögum áður en forsetinn fór til Dallas þar sem hann var myrtur.

Alford lýsir kynferðisathöfnum þeirra mjög nákvæmlega í bókinni samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Fram kemur að Kennedy hafi ekki viljað kyssa hana á varirnar og ennfremur að hann hafi eitt sinn beðið hana að stunda kynlíf með einum af vinum sínum sem hún hafi gert.

Hún segir að samband þeirra hafi verið mjög náið og forsetinn hafi oft leitað til hennar þegar hann hafi þurft einhvern til þess að tala við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup