Fallvaltar fyrirsætur

Meira að segja þrautþjálfaðar fyrirsætur geta átt í erfiðleikum með að ganga á háum hælum á sýningarpöllunum. Og þó þær taki sig yfirleitt glæsilega út á tískusýningunum  kemur stundum fyrir að þær detti.

Í frétt AP segir að það sé ekki óalgengt að fyrirsætur hrasi á sýningarpöllunum á þeim háu hælum sem þeim er gert að ganga á. Stundum verða þær óstöðugar á fótunum og fara þá einfaldlega úr skónum á pallinum og ganga um á táberginu svo að kjólarnir sem þeim er borgað fyrir að sýna njóti sín. Það er víst betra en að detta fyrir allra augum. Betra að hafa sára fætur en sært stolt.

En hver eru dæmigerð viðbrögð áhorfenda þegar fyrirsæta dettur á sýningarpallinum? Nú, auðvitað að klappa vel og rækilega fyrir henni þegar hún stendur á fætur og lýkur göngunni með tign.

Tískuvikan í New York byrjar á morgun, fimmtudag. Líklega verða einhverjar fallvaltar fyrirsætur þar á pöllunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka