Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, er mikill sundgarpur enda hefur hann synt daglega í þau rúm 10 ár, sem hann hefur gegnt starfinu á Selfossi.
Hann mætir alltaf í laugina strax við opnun á morgnana með föður sínum, Kjartani T. Ólafssyni.
Nú þegar afgreiðslutími Sundhallar Selfoss hefur verið lengdur hefur Ólafur Helgi ákveðið að synda einn kílómetra alla virka daga og um helgar syndir hann 2,1 kílómetra hvorn dag. Þetta þýðir að hann syndir 9,2 km í hverri viku og þá alls 478,4 km á árinu 2012, eða svipaða vegalengd og er frá Selfossi á Ísafjörð þar sem Ólafur Helgi var sýslumaður til margra ára, segir í frétt dfs.