Einfættur fíkniefnasali reyndi að flýja

Maðurinn var með 120 grömm af kókaíni innvortis.
Maðurinn var með 120 grömm af kókaíni innvortis. Reuters

Bandarískur fíkniefnasali sem lögregla í Jacksonwille, í Flórídaríki, hafði afskipti af á dögunum reyndi að flýja undan laganna vörðum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að maðurinn sem er á þrítugsaldri er einfættur.

Lögreglumenn stöðvuðu bifreið sem fíkniefnasalinn einfætti var farþegi í. Þegar lögreglumenn gengu að bifreiðinni til að ná tali af ökumanninum steig maðurinn út farþegamegin og hoppaði á einum fæti burtu.

Maðurinn gafst fljótt upp á flóttanum og sneri aftur á vettvang þegar lögregla skipaði honum að koma. Í bílnum fannst poki af maríjúana og við leit á lögreglustöð kom í ljós að maðurinn var með 120 grömm af kókaíni innvortis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen