John Grant með tónleika í sumar

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant mun halda tónleika í Háskólabíói fimmtudaginn 19. júlí nk. Miðasala hefst föstudaginn 17. febrúar á midi.is.

John Grant er Íslendingum ekki ókunnur en hann hélt tónleika á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í haust og tók í framhaldinu ástfóstri við land og þjóð.

Hann hefur m.a. dvalið hér við upptökur sl. vikur auk þess hann kom fram á tónleikum í Edrúhöllinni í síðasta mánuði. 

Hljómplata hans The Queen of Denmark vakti mikla athygli og var ofarlega í ársuppgjörum ársins 2010, m.a. besta platan hjá tónlistartímaritinu MOJO.

Myndband með John Grant á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir