Syrgir enn Heath Ledger

Michelle Williams.
Michelle Williams. mbl.is

Michelle Williams hefur enn ekki jafnað sig á dauða fyrrverandi unnusta síns og barnsföður, Heath Ledgers. Leikarinn lést af slysförum eftir ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja fyrir fjórum árum og lét eftir sig dótturina Mathildu, sex ára, sem er í umsjá móður sinnar.

Williams og Ledger kynntust við tökur á hinni marglofuðu mynd Brokeback Mountain árið 2004. Þau eignuðust Mathildu ári síðar en slitu trúlofuninni árið 2007. Haft er eftir vini leikkonunnar í tímaritinu OK! að hún elski Ledger enn, fjórum árum eftir dauða hans, og það líði ekki sá dagur að hún hugsi ekki til hans. Hún sé langt í frá búin að jafna sig á dauða leikarans.

Ledger fannst látinn á hótelherbergi í janúar 2008, aðeins 28 ára að aldri. Samkvæmt heimildamanni blaðsins voru hann og Williams sálufélagar. Gengu þau í gegnum erfiðleika í sambandinu og ákváðu að taka sér frí hvort frá öðru, en aðeins tímabundið enda elskuðu þau hvort annað afar heitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar