Lagið sem komst ekki í Eurovision

Atli og Elías gefa út lag og standa fyrir skemmtidegi.
Atli og Elías gefa út lag og standa fyrir skemmtidegi. Ómar

Félagarnir Elías Helgi og Atli Óskar gefa út lagið Blái máninn sem hlaut ekki brautargengi hjá skipuleggjendum Söngvakeppni Sjónvarpsins.

„Lagið heitir Blái máninn, í höfuðið á skemmtideginum, og pælingin var að komast með það til Bakú í Eurovision til að vekja athygli á deginum,“ segir Elías Helgi Koefoed Hansen sem ásamt Atla Óskari Fjalarssyni stendur í ströngu þessa dagana við að kynna skemmtidaginn Bláa mánann. Tvíeykið gefur út lag um helgina sem er liður í kynningarstarfseminni. „Við sömdum lagið saman og sendum það inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en svo var því ekki einu sinni hleypt inn í fyrstu umferð,“ segir hann. „Það var náttúrlega algjör skandall. Við erum sammála þeim sem segja að Ísland ætti að sniðganga Eurovision þetta árið, samt ekki beint út af Bakú og því sem er að gerast þar heldur finnst okkur þetta í raun vera mannréttindabrot gagnvart okkur að laginu hafi ekki verið hleypt inn í keppnina. Það voru egóin okkar sem voru jöfnuð við jörðu,“ bætir Atli Óskar við og eru strákarnir augljóslega mjög hneykslaðir á úrskurði aðstandenda Söngvakeppninnar. „Við vitum alveg að það er langt í daginn og allt það en okkur fannst tilvalið að gefa lagið út úr því að Íslendingar eru nýbúnir að velja framlag sitt til Eurovision,“ segir Elías.

Skemmtidagurinn Blái máninn var fyrst haldinn hátíðlegur í lok sumars fyrir tveimur árum. „Þetta byrjaði þannig að ég var að fara til útlanda og var líka að klára próf í sumarskóla þannig að mig vantaði prófloka- og kveðjudjamm en það vildi enginn skemmta sér með mér á mánudegi. Þá bjó ég til facebook-viðburð sem hét Blái máninn. Við Atli og frændi minn, Jökull Logi, fórum þrír saman niður í bæ, þótt miklu fleiri hafi hakað í „attending“ á Facebook, og það var geðveikt. Síðan ákváðum við að endurtaka leikinn í fyrra svo þetta verður árlegur viðburður héðan í frá.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup