Brown stormaði út úr kirkjunni

Útförin fór fram frá kirkju í Newark í New Jersey …
Útförin fór fram frá kirkju í Newark í New Jersey í dag. AP

Bobby Brown, fyrrverandi eiginmaður Whitney Houston, strunsaði út úr kirkjunni þegar útför söngkonunnar var að hefjast í dag. Í frétt á AP segir að hann hafi ekki verið sáttur við hvar hann átti að sitja í kirkjunni.

Þegar útförin var að hefjast gengu Brown og Alicia Etheridge, núverandi eiginkona hans, inn í kirkjuna og upp að kistu Whitney Houston. Eftir að hafa snert kistuna ætlaði Brown að fá sér sæti. Honum og hans fólki var vísað til sætis, en hann var ekki sáttur við sætaskipan og stormaði út úr kirkjunni. Alicia Etheridge fór á eftir honum og stóð útgrátin á kirkjustéttinni meðan prestarnir og stjórnmálamennirnir Al Sharpton og Jesse Jackson reyndu að tala við hann. Brown neitaði hins vegar að fara aftur inn í kirkjuna.

Brown og Whitney Houston voru gift í 15 ár. Þau eiga eina dóttur saman. Hjónabandið var stormasamt. Árið 2003 var lögregla kölluð á heimili þeirra, en þá hafði Brown gengið í skrokk á konu sinni. Þau slitu sambandinu árið 2007. Bæði áttu þau við alvarlegt fíkniefnavandamál að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup