Gat ekki mætt í útförina

Útförin fer fram frá Newark í New Jersey í dag.
Útförin fer fram frá Newark í New Jersey í dag. AP

Söngkonan Aretha Franklin treysti sér ekki til að vera viðstödd útför Whitney Houston vegna heilsubrests. Franklin var góð vinkona Houston. Leikarinn Kevin Costner flutti minningarorð um söngkonuna, en þau léku saman í bíómyndinni Lífvörðurinn.

Aretha Franklin og Whitney Houston höfðu verið nánar vinkonur alla tíð en Franklin var guðmóðir Houston.

Fjölmargir ættingjar og vinir Whitney Houston fylgja henni til grafar í Newark í New Jersey í dag.

Whitney Houston var 48 ára gömul þegar hún lést á hóteli í Los Angeles fyrir viku.

Aretha Franklin er sannkölluð drottning soul-tónlistarinnar.
Aretha Franklin er sannkölluð drottning soul-tónlistarinnar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar