Tónlistarmaðurinn Mugison var ótvíræður sigurvegari á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í 18. skiptið í kvöld og fékk verðlaun fyrir hljómplötu ársins, sem lagahöfundur ársins og fyrir lag ársins. Þá var hann einnig kosinn textahöfundur ársins.
Magnús Þór Jónsson, eða Megas, var heiðursverðlaunahafinn að þessu sinni og sérstök viðurkenning féll Einari Scheving í skaut fyrir plötu hans „Land míns föður“. Björk var verðlaunuð fyrir besta tónlistarviðburð ársins og hljómsveitin Of Monsters and Men var valin bjartasta vonin, Daníel Ágúst besti söngvarinn og Andrea Gylfadóttir besta söngkonan.
Nánar verður fjallað um Íslensku tónlistarverðlaunin í Morgunblaðinu á morgun.