Brúðuheimum í Borganesi lokað

Brúðuheimar hafa hætt starfsemi í Borgarnesi.
Brúðuheimar hafa hætt starfsemi í Borgarnesi.

Starfsemi Brúðuheima í Englendingavík í Borgarnesi hefur verið hætt. Í tilkynningu frá hjónunum Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur, sem rekið hafa Brúðuheima, segir að fjárhagslega gangi reksturinn ekki upp.

„Kæru velunnarar, nágrannar, vinir, samherjar og aðrir sveitungar!  Okkur þykir óendanlega leitt að þurfa að tilkynna um endanlega lokun Brúðuheima í Borgarnesi. Starfsemi Brúðuheima hefur nú þegar verið hætt í Englendingavík,“ segir í tilkynningu sem hjónin sendu Skessuhorni.

Í tilkynningunni segja þau að forsendur sem reksturinn byggðist á hafi ekki allar gengið eftir. Styrkir sem fyrirheit hafi verið gefin um hafi ekki skilað sér. Dregið hafi úr ferðalögum vegna efnahagsástandsins og hærra eldsneytisverðs.    

Hjónin hafa gert samning við Þjóðleikhúsið og verði sýningar þeirra framvegis þar. Starfsemi Brúðuheima leggist því ekki niður.

Frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir