Íslenskt handrit gerir það gott

Handrit kvikmyndarinnar Sumarið 800 eftir Björn B. Björnsson er komið í undanúrslit ásamt 35 öðrum, af yfir 2.300 sem send voru í Blue Cat Screenplay-handritakeppnina í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Auk aðalverðlauna eru veitt svokölluð Cordelia- og Joplin-verðlaun sem miðast við hvaðan úr heiminum handritin koma. Cordelia-verðlaunin einskorðast við Bandaríkin, Kanada og Bretland en Joplin-verðlaunin eru veitt fyrir handrit skrifuð utan þessara landa og er Sumarið 800 eitt fjögurra handrita sem tilnefnd eru í þeim flokki.

Sumarið 800 gerist á Íslandi og segir frá átökum írskra munka sem hér búa og víkinga sem koma til landsins frá Noregi, segir í tilkynningu.

Unnið er að undirbúningi myndarinnar í samvinnu við erlenda aðila en Sagafilm framleiðir myndina. Björn B. Björnsson og Sagafilm hafa áður unnið saman að myndinni Köld slóð.

Hér má lesa meira um keppnina og handritin 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir