Hæfileikarík þjóð

Dómnefnd Hæfileikakeppninnar skipa Anna Svava Knútsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og …
Dómnefnd Hæfileikakeppninnar skipa Anna Svava Knútsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Sólmundur Hólm verður kynnir.

Hæfileikakeppni Íslands fer vel af stað en yfir 500 myndbönd hafa verið send  inn í gegnum mbl.is undanfarna daga. Frestur til að senda inn myndband er til 14. mars næstkomandi en þau fjögur atriði sem fá flest „like“ á Facebook, komast sjálfkrafa áfram í úrslitaþátt keppninnar.

Fjöldi „like-smella“ er kominn vel yfir 60.000 og kveðst Gylfi Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri mbl.is afar ánægður með viðtökurnar. „Þetta sýnir að Íslendingar búa yfir margvíslegum hæfileikum og hafa greinilega mikinn áhuga á svona keppnum. Sú leið að keppni sem þessi hefjist á netinu og fari síðan í sjónvarp, virðist virka vel, veit ekki til þess að það hafi verið reynt áður,“ segir Gylfi Þór.

„Við erum himinlifandi yfir viðtökunum,“ segir Hilmar Björnsson dagskrárstjóri Skjás eins. „Það er meira en að segja það að fá mörg hundruð manns til æfa atriði, taka það upp og hlaða því inn á mbl.is en ég held að allir sjái að verkefnið er spennandi, bæði nethluti þess og ekki síður sjónvarpshlutinn. Verðlaunaféð hlýtur líka að vera ákveðin gulrót en svo finnst fólki greinilega gaman að koma sér og sínum hæfileikum á framfæri.“ 

Upptökur hefjast helgina 17.-18. mars og hafa allir sem sendu inn atriði verið boðaðir á staðinn. Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar 30. mars næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar