Sefur ekki sökum draugagangs

Adele.
Adele. DANNY MOLOSHOK

Adele  tók nýlega á leigu glæsilegt sveitasetur í West-Sussex suður af London ásamt kærastanum, Simon Koneck, og hlakkaði til að hefja þar með honum sambúð. En nú er komið babb í bátinn; söngkonan hefur átt margar svefnlausar nætur í húsinu og heldur því fram að þar sé reimt, að því er fram kemur í þýska tímaritinu Der Spiegel.

Glæsihýsið, sem Adele er nýflutt inn í, er frá 18. öld og hefur meðal annars að geyma tíu svefnherbergi, tvær sundlaugar, danssal, kapellu, tennisvöll og þyrlupall í bakgarðinum. Er haft eftir vinkonu söngkonunnar að hún neiti að sofa ein í húsinu enda er hún handviss um að þar sé draugagangur.

Hefur Adele nú ráðið til sín kvenkyns lífvörð sem býr á sveitasetrinu og vakir yfir henni dag og nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir