Sefur ekki sökum draugagangs

Adele.
Adele. DANNY MOLOSHOK

Adele  tók nýlega á leigu glæsilegt sveitasetur í West-Sussex suður af London ásamt kærastanum, Simon Koneck, og hlakkaði til að hefja þar með honum sambúð. En nú er komið babb í bátinn; söngkonan hefur átt margar svefnlausar nætur í húsinu og heldur því fram að þar sé reimt, að því er fram kemur í þýska tímaritinu Der Spiegel.

Glæsihýsið, sem Adele er nýflutt inn í, er frá 18. öld og hefur meðal annars að geyma tíu svefnherbergi, tvær sundlaugar, danssal, kapellu, tennisvöll og þyrlupall í bakgarðinum. Er haft eftir vinkonu söngkonunnar að hún neiti að sofa ein í húsinu enda er hún handviss um að þar sé draugagangur.

Hefur Adele nú ráðið til sín kvenkyns lífvörð sem býr á sveitasetrinu og vakir yfir henni dag og nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka