Ákafur ástarleikur á Selfossi

Ástin á það til að grípa fólk úti á víðavangi.
Ástin á það til að grípa fólk úti á víðavangi. mbl.is

Upp komst óvænt um ákafan ástarleik í flutningabíl á Selfossi í gærkvöldi. Selfyssingur sá ljós á kyrrstæðum flutningabíl og lét eigandann vita. Er eigandinn kom á staðinn og opnaði hurð bílsins blasti við honum par í áköfum ástarleik. Höfðu ljós bílsins kviknað í hamaganginum. Frá þessu er greint á fréttavefnum DFS.

Er atburðarrásinni þar lýst með þessum hætti:

Fólk sem tekur sér göngutúr í vorveðrinu þessa daga getur upplifað ýmisleg óvænt. Þannig var um Selfyssing sem gekk um nýju hverfin á Selfossi í gærkvöldi að hann sá að stöðuljós voru kveikt á kyrrstæðum vöruflutningabíl sem lagt hafði verið nokkrum dögum áður á stæði í Hólahverfinu. 

Þar sem göngugarpurinn þekkti eiganda bílsins, ákvað hann að hringja og segja frá logandi ljósunum. Bíleigandinn brást snöggt við, því bíllinn átti á hættu að verða rafmagnslaus. En þegar hann opnar bílhurðina kemur í ljós að þar inni er par í áköfum ástarleik. Auðvita brá öllum aðilum.

Bíleigandinn spurði í forundran hvað í ósköpunum gengi á, (en vissi það náttúrulega, maðurinn giftur til margra ára). Parið sem þarna var óvænt truflað við vorverkin hljóp útí vornóttina, tínandi á sig spjarirnar, karlinn í eina átt og stúlkan í aðra. Bíleigandinn slökkti stöðuljósin, sem greinilega höfðu kviknað óvart, og bíllinn reyndist ekki rafmagnslausari en það að hann hrökk í gang í fyrsta starti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar