Joly fær norsk verðlaun

Eva Joly
Eva Joly Reuters

Eva Joly hlaut í dag norsku Soffíu-verðlaunin fyrir baráttu hennar gegn efnahagsglæpum, að því er fram kemur á vef Aftenposten. Þar kemur fram að Joly hafi nýlega gefið út sína fyrstu skáldsögu í Noregi.

Segir í niðurstöðu dómnefndar að Joly fái verðlaunin fyrir þrotlaust og óeigingjarnt starf í baráttunni við efnahagsglæpi og spillingu og sýn hennar að skapa betra samfélag og umhverfi.

Joly starfaði lengi sem rannsóknardómari í efnahagsbrotamálum í Frakklandi en frá árinu 2009 hefur hún setið á Evrópuþinginu fyrir Græningja. Hún var á síðasta ári valin sem frambjóðandi Græningja í komandi forsetakosningum í Frakklandi.

Soffíu-verðlaunin eru alþjóðleg verðlaun sem hafa verið veitt frá árinu 1997 en það er rithöfundurinn Jostein Gaarder og eiginkona hans, Siri Dannevig sem komu þeim á laggirnar. Er þetta í fjórtánda skiptið sem verðlaunin eru veitt og fær handhafi þeirra 100 þúsund Bandaríkjadala í verðlaun.

Eru verðlaunin nefnd eftir bók Gaarders, Veröld Soffíu, sem er heimspekirit fyrir ungt fólk og varð metsölubók víða um heim. Markmið verðlaunanna er að styrkja starfsemi er miðar að umhverfisvernd og sjálfbærri þróun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir