Finnska tískubloggið hel-looks.com er víðfrægt og markaði viss tímamót í götutískuumfjöllun.
Driffjöður síðunnar, Liisa Jokinen, er nú stödd í Reykjavík en henni var sérstaklega boðið hingað af stjórnendum Hönnunarmars og Reykjavík Fashion Festival. Mun hún mynda og skrifa um tískuglaða Íslendinga.