Cowell líkti honum við Pavarotti

Charlotte Jaconelli og Jonathan Antoine.
Charlotte Jaconelli og Jonathan Antoine.

Hann er síðhærður og feitur og ekki sérlega heillandi við fyrstu viðkynningu. Simon Cowell líkir honum hins vegar við Luciano Pavarotti og sumir halda að framundan sé ævintýri sem eigi eftir að verða stærra en Susan Boyle.

Susan Boyle sló í gegn í breska sjónvarpsþættinum „Britain's Got Talent“ sem sýndur er á ITV. Þættirnir eru aftur komnir á dagskrá og um síðustu helgi stigu Jonathan Antoine og Charlotte Jaconelli á svið. Þau eru 16 og 17 ára. Söngkennari þeirra stakk upp á því að þau reyndu fyrir sér í sjónvarpsþættinum.

Móttökurnar voru svipaðar og þegar Susan Boyle kom fyrst fram í þættinum. Simon Cowell hafði greinilega efasemdir um að þau ættu erindi í þáttinn og áhorfendur geispuðu. Þetta breyttist fljótt þegar Jonathan Antoine byrjaði að syngja.

Jonathan og Charlotte syngja

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup