Blúsfélagið heiðrar Pétur

Pétur Tyrfingsson.
Pétur Tyrfingsson.

Heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur árið 2012 er Pétur Tyrfingsson. Útnefningin var kynnt við setningarathöfn Blúshátíðar sem fram fór í Kolaportinu í dag, laugardaginn 31. mars.
 
Í tilkynningu frá Blúsfélaginu segir að Pétur sé vel að heiðrinum kominn en fáir hafi verið jafn ötulir og hann við að kynna og stuðla að uppgangi blústónlistarinnar á Íslandi.

Í sex ár hélt Pétur úti vikulegum útvarpsþáttum um blús og eftir hann liggur fjöldi blaðagreina um sögu blústónlistarinnar, tónlistarmenn og fleira sem viðkemur tónlistarstefnunni.
 
Tregasveitin, hin goðsagnakennda hljómsveit Péturs, var mjög áberandi í blúslífi landsmanna fyrr á árum. Þar vakti Guðmundur, sonur Péturs, fyrst athygli en Guðmundur Pétursson varð heiðursfélagi Blúsfélags Reykavíkur á síðasta ári.

Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað 6. nóvember 2003. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi.

Blúsfélagið rekur vefsetrið www.blues.is þar er að finna upplýsingar um allt sem tengist blús á Íslandi.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar