„Heimska að rífast um trú“

Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbblanna, hafa verið að skiptast á skoðunum um trúmál í dag. Bubbi segir að trú sé persónuleg upplifun og það sé því heimska að rífast um trú, alveg eins og það sé heimska rífast um trúleysi.

Valgarður hóf umræðuna með því skrifa á bloggsíðu sína: „Ég hef kynnst trúuðu fólki á lífsleiðinni. Ég hef kynnst fólki sem á ekki von. Það er dapurlegt líf og snautt af þeim víddum sem trúleysið gefur okkur.“

Bubbi svaraði og sagði: „Að trúa er persónuleg upplifun. Að vera trúlaus hlítur að sama skapi vera persónuleg upplifun. Að rífast um trú er heimska, að rífast um trúleysi er heimska.“

Bloggsíða Valgarðar

Valgarður Guðjónsson
Valgarður Guðjónsson Morgunblaðið/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson