Óttast að eldast einn

Hugh Grant óttast að eldast einn og hugsar til þess með hryllingi að eiga eftir að verja jólunum einmana og konulaus. Leikarinn eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, 51 árs að aldri, og er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að verða faðir og eiga einhvern að í ellinni.

Grant á dótturina Tabithu með leikkonunni Tinglan Hong en þau áttu í stuttu ástarsambandi og voru hætt saman þegar barnið kom í heiminn. Í viðtali við þýsku útgáfu tímaritsins InStyle ræðir leikarinn um lífið og tilveruna, dótturina og konuna sem hann eigi enn eftir að finna.

„Stundum hrekk ég upp við hryllingssýn þar sem ég sé sjálfan mig gamlan og einmana sitjandi undir jólatrénu,“ segir Grant í blaðinu. „Ég býst við að það myndi leysa vandamálið ef ég stofnaði mína eigin fjölskyldu.“

Leikarinn kveðst ekki trúa á ást við fyrstu sýn; hann hafi aldrei upplifað það sjálfur og aldrei hitt neinn sem hafi getað sannað að slíkt geti í raun gerst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir