Fann ástina í stúlknahljómsveit

Harry Bretaprins er fallinn fyrir ljóshærðri fegurðardís af almúgaættum, Mollie, sem ber hið konunglega eftirnafn King. Sú sem nú hefur heillað prinsinn upp úr skónum er meðlimur í stúlknahljómsveitinni The Saturdays og er þremur árum yngri en prinsinn, eða 24 ára gömul.

Prinsinn og King kynntust á pólóleik fyrir nokkrum árum en nú hefur vinskapurinn þróast yfir í annað og meira, samkvæmt heimildamanni Daily Express. Sást nýlega til þeirra saman á næturklúbbi í London og síðar á karókí-bar ásamt nokkrum vinum. Harry flutti nýverið inn í piparsveinaíbúð sína í Kensingtonhöll og nýtur þess að hafa meiri stjórn en áður á eigin lífi.

Önnur ungstjarna úr stúlknahljómsveitinni The Saturdays, Una Healy, tengist bresku konungsfjölskyldunni vinaböndum og var meðal gesta í brúðkaupi Zöru Phillips, frænku Harrys, síðastliðið sumar. Healy er trúlofuð Ben Foden en hann leikur póló með sama liði og eiginmaður Phillips, Mike Tindall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar