Brjóst Janet Jackson fyrir hæstarétt

Brjóstið á Janet Jackson og sérkennilegt geirvörtuskraut hennar blasti við …
Brjóstið á Janet Jackson og sérkennilegt geirvörtuskraut hennar blasti við 90 milljónum sjónvarpsáhorfenda árið 2004.

Átta ár eru liðin síðan Janet Jackson varð miðpunktur mikils hneykslismáls í Bandaríkjunum þegar bert brjóst hennar sást í mynd í beinni útsendingu árið 2004. Ætla mætti að málinu væri löngu lokið og rykið sest en svo er þó ekki, því brjóstamálinu var í dag áfrýjað til hæstaréttar Bandaríkjanna.

Deilur um málið hafa verið háðar fyrir dómstólum allar götur síðan bert brjóstið blasti stundarkorn við sjónvarpsáhorfendum í beinni útsendingu úrslitaleiks ameríska fótboltans, Super Bowl, og gerði allt vitlaust. CBS sjónvarpsstöðin var ákærð fyrir að brjóta reglur um siðgæði í útsendingu og farið fram á sektargreiðslu.

Árið 2006 kvað alríkisnefnd um samskiptatækni úr um að CBS skildi greiða 550.000 dali í sekt. CBS áfrýjaði úrskurðinum og þannig hefur málið þokast áfram innan réttarkerfisins undanfarin ár þar til í dag að því var áfrýjað á hæsta stig. 

Janet Jackson kom fram í hálftíma löngu hléi Super Bowl keppninnar ásamt Justin Timberlake. Í atriðinu reif Timberlake leðurpjötlu framan af brjósti hennar, svo ber geirvartan blasti við í sekúndubrot. Um 90 milljónir manna fylgjast með Super Bowl útsendingunni í Bandaríkjunum árlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup