Fékk rólu í höfuðið í Rómeó og Júlíu

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona Mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona slasaðist á sýningu Vesturports, Rómeó og Júlíu, í Borgarleikhúsinu í gær. Halldóra fékk rólu í höfuðið og þurfti að fara á slysadeild þar sem saumuð voru 11 spor í höfuðið á henni.

Uppfærsla Vesturports á Rómeó og Júlíu markaði upphafið að glæstu gengi leikhópsins sem ekkert lát hefur verið á síðan verkið var frumsýnt árið 2002. Uppsetning Vesturports er sem kunnugt er mikið sjónarspil þar sem hið heimsfræga leikrit Shakespeares fléttast saman við sirkus og loftfimleika og gengur á ýmsu á sviðinu. Þarf því kannski engan að undra að leikarar séu stundum lemstraðir. 

Á heimasíðu Vesturports kemur fram að þegar Halldóra kom á slysadeild voru þar fyrir tveir aðrir sem höfðu verið áhorfendur á þessari sömu sýningu og voru einnig slasaðir. Ekki kemur þó fram hvernig meiðsl þeirra bar að.

Halldóra mun hinsvegar standa á sviðinu í kvöld í næstu sýningu á Rómeó og Júlíu og virðist því hafa jafnað sig fljótt á höfuðhögginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir