Sjaldgæf flugvél á hafsbotni

Flugvél af tegundinni Heinkel HE-219.
Flugvél af tegundinni Heinkel HE-219. mbl.is

Það hefur verið á almannavitorði í Danmörku í fjölda ára að á botni Norðursjávar, undan vesturströnd Jótlands, liggur flak þýskrar orrustuflugvélar úr heimsstyrjöldinni síðari. Aftur á móti var það ekki vitað fyrr en nýlega að  flugvélin er afar sjaldgæf, ein tveggja sem vitað er um í heiminum.

Félag danskra áhugamanna um flugsögu ákvað því að freista þess að ná vélinni upp, en hún var í nokkrum hlutum í Tannis-flóa sem er á milli Hirtshals og Skagen. Þegar hafa nokkrir hlutar vélarinnar náðst á land, það eina sem vantar nú eru annar mótorinn og hluti stélsins, en þar á númer vélarinnar að vera.

Vélin er af tegundinni Heinkel HE-219 og var ein háþróaðasta vél sinnar tegundar sem til var á þessum tíma. Hún var sérsmíðuð til að fljúga að næturlagi og gera árásir í  myrkri. 

Samkvæmt frétt Politiken hefur vélin verið flutt í Garnisons-safnið í Álaborg, þar sem hún verður hreinsuð og sett saman og er búist við því að flugáhugamenn flykkist þangað til að berja hana augum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar