Sterkir vindar, sem mældust 36 metrar á sekúndu, gerðu flugmönnum erfitt um vik að lenda á Loiu flugvelli í borginni Bilbao á Spáni.
Heldur betur reyndi á kunnáttu flugmannanna við þessar erfiðu aðstæður og má á meðfylgjandi myndskeiði sjá vélarnar feykjast til og dansa í loftinu.
Nokkrar flugvélar gátu ekki lent og var beint til annarra flugvalla. Engin slys urðu á fólki, en margir farþegar munu hafa orðið býsna skelkaðir.