Svíar sigurstranglegastir að mati Júró-aðdáenda

Sænska Júróvisjón-lagið er líklegast til sigurs í ár, að mati FÁSES, Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Klúbburinn íslenski er hluti af alþjóðlegum samtökum Eurovision-aðdáenda, en íslenska framlagið nýtur mikils meðbyrs annarra OGAE klúbba í Evrópu.

Aðdáendaklúbbarnir innan OGAE samtakanna kjósa á hverju ári um þau lög sem taka þátt í Júróvisjón söngvakeppninni og hafa niðurstöður þessara kosninga oftar en ekki reynst sannspáar og gefið góða vísbendingu um það sem koma skal í keppninni sjálfri, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenska klúbbnum FÁSES.

Félagsmenn FÁSES hafa nú kosið þau lög sem þeir telja sigurstranglegust, en fylgt er hefðbundinni stigagjöf við valið og voru niðurstöðurnar eftirfarandi: 

Svíþjóð - 12 Stig
Serbía - 10 Stig
Kýpur - 8 stig
Noregur - 7 stig
Bretland - 6 stig
Danmörk - 5 stig
Ítalía - 4 stig
Spánn - 3 stig
Frakkland - 2 stig
Þýskaland -  1 stig 

Íslenskir Júró-aðdáendur veðja því á sænskan sigur í ár og fleiri virðast gera það sama því Loreen er líka í fyrsta sæti í heildarkosningu OGAE með 137 stig. Íslenska framlagið í ár, Never forget í flutningi þeirra Gretu Salóme og Jóns, er hinsvegar í öðru sæti á eftir Loreen, með 74 stig. Að sögn talsmanna FÁSES eiga nokkrir OGAE klúbbar í Evrópu eftir að skila sínum niðurstöðum svo enn getur allt gerst.

Niðurstöður kosninganna innan OGAE eru birtar jafnóðum á Facebook síðu FÁSES. Framlag hinnar sænsku Loreen, Euphoria, má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir