Dýrmæt reynsla og góður undirbúningur

Harmonikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson.
Harmonikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson. Rakel Hinriksdóttir

Harmonikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson mun á morgun leggja upp í hringferð og hann ætlar að halda tónleika á alls 17 stöðum á ferð sinni.

„Já, ég byrja hérna á Hofsósi sem mér finnst við hæfi þar sem ég ólst upp í sveit rétt við Hofsós. Ég fer svo austur á bóginn og spila á alls 17 tónleikum og enda aftur í Skagafirði, á Sauðárkróki 15. maí,“ sagði Jón Þorsteinn um ferðalagið.

Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer tónleikaferð hringinn í kringum landið en hann hefur þó spilað víða á síðustu árum. „Þetta er af því tilefni að ég er að fara út í haust í tónlistarháskóla,“ sagði Jón Þorsteinn en hann stefnir á framhaldsnám á harmoniku við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann verður í læri hjá Norðmanninum Geir Draugsvoll. „Ég ætla að fara núna í haust og vera í þrjú ár úti. Síðan bætist ofan á að ég þarf að kaupa mér nýtt hljóðfæri líka. Það er töluvert mikill kostnaður við það.“

Jón Þorsteinn ætlar að kaupa Pigini-harmoniku, sem er ein af þeim bestu í heiminum í dag að hans sögn.

Sígild efnisskrá á tónleikunum

„Þetta er allt klassísk tónlist, en þó ekki klassísk harmonikutónlist. Ég spila meðal annars verk eftir Mozart, Sibelius, Vivaldi, Wagner og Rach-maninov. Mest af því hef ég útsett sjálfur. Síðan er ég með nútímaverk sem hefur verið samið sérstaklega fyrir harmoniku. Ég spilaði það á inntökuprófinu úti. Maður þurfti að velja sér eitt nútímaverk sérstaklega fyrir harmoniku,“ sagði Jón Þorsteinn um efnisskrá tónleikanna, en hann stóðst inntökupróf í skólann í janúar.

Jón Þorsteinn er fæddur í Skagafirði árið 1988. Hann byrjaði tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Skagafjarðar á Hofsósi 6 ára þar sem hann lærði á blokkflautu og píanó. Tveimur árum síðar skipti hann blokkflautunni út fyrir harmoniku. Hann hefur komið víða fram opinberlega og lék meðal annars einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar á Hofsósi 1998.

„Ég er með framhaldspróf. Er útskrifaður úr þessum hefðbundna tónlistarskóla hérna heima og kláraði það 2007. Er síðan búinn að vera að spila og hef verið sjálfstætt starfandi síðan,“ sagði Jón Þorsteinn sem vonast til að með ferðinni fái hann dýrmæta reynslu og góðan undirbúning fyrir skólann og einnig að hann geti safnað upp í kostnað sem fylgir náminu og fyrir nýju hljóðfæri sem hann þarf að festa kaup á. Hann mun leitast við að sýna sem mest af því sem harmonikan, sem hljóðfæri, hefur upp á að bjóða á tónleikunum og hversu fjölhæf hún er.

Sett hefur verið upp heimasíðan www.jonthorsteinn.com í tengslum við ferð Jóns Þorsteins og þar er hægt að fylgjast með ferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar