Kjartan Sveinsson hættur í Sigur Rós

Hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson er hættur í Sigur Rós og spilaði ekkert á plötu sveitarinnar, Valtara, sem kemur út í lok mánaðarins. Þetta segir tónlistarspekúlantinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, á vefsvæði sínu.

Gunnar segir í færslu að Kjartan sé alla vega hættur í hljómsveitinni í bili. Hann hafi ekki viljað gefa sér tíma til að taka þátt í tónleikaferðalagi um allan heim með sveitinni.

Kjartan gekk til liðs við Sigur Rós fyrir upptökur á annarri plötu sveitarinnar, Ágætis byrjun, en hún kom út á Íslandi árið 1999 og leiddi á endanum til heimsfrægðar Sigur Rósar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir