Segir Kjartan ekki hættan

Kári Sturluson, talsmaður Sigur Rósar, segir það ekki rétt sem fram kom á mbl.is fyrr í kvöld, að hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson sé hættur í hljómsveitinni. Hins vegar sé enn óljóst hvort hann muni taka þátt í tónleikaferðalagi vegna útgáfu nýju plötunnar, Valtara.

Eins og greint var frá á mbl.is skrifaði tónlistarspekúlantinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, á vefsvæði sitt, að Kjartan væri hættur í sveitinni, alla vega í bili, og að hann væri ekki tilbúinn að taka þátt í tónleikaferðalaginu sem er um allan heim. Einnig sagði Gunnar Lárus að Kjartan hefði ekki leikið undir á nýju plötunni, sem kemur út í lok mánaðarins.

Í samtali við mbl.is sagði Kári Sturluson, að þetta væri ekki alls kostar rétt. Kjartan hefði gert plötuna ásamt félögum sínum í Sigur Rós og leikið undir við upptökur hennar. Þá sé hann ekki hættur í hljómsveitinni, þó svo enn sé ekki ákveðið hvort hann spili með þeim á tónleikaferðalaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir