Mikil stemning á kveðjutónleikum

Skólabörn í Mosfellsbæ fylltu Miðbæjartorgið fyrr í dag þegar fram fóru kveðjutónleikar Gretu Salóme og Jónsa, en þau halda til Aserbaídsjan á morgun þar sem þau keppa fyrir hönd Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Börnum á öllum skólastigum var boðið að mæta á kveðjutónleikana og gengu þau fylktu liði úr skólum sínum, og létu ekkert á sig fá þótt aðeins rigndi. Vel var tekið undir þegar Greta Salóme og Jónsi sungu lagið Mundu eftir mér sem þau munu flytja í Bakú í Aserbaídsjan 22. maí nk., en þá að vísu á ensku og heitir lagið þá Never forget.

Á meðfylgjandi myndasyrpu má sjá allt að tvö þúsund skólabörn fylgjast með tónleikunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir