Blekktu neytendur með skóauglýsingum

Kim Kardashian kom fram í auglýsingum fyrir skóna frá Skechers.
Kim Kardashian kom fram í auglýsingum fyrir skóna frá Skechers. Reuters

Bandaríski skóframleiðandinn Skechers þarf að greiða jafnvirði rúmra fimm milljarða króna fyrir að hafa blekkt neytendur. Fyrirtækið hélt því fram að skótegund sem það framleiðir gæti hjálpað til að tóna þjóhnappa þeirra sem gengu í þeim auk þess að hjálpa þeim að grennast. Þær fullyrðingar reyndust innihaldslausar.

Samkvæmt sátt sem fyrirtækið gerði geta þeir sem keyptu skótegundirnar Shape-up, Resistance Runner, Toners og Tone-up sótt um að fá endurgreitt. Kim Kardashian og Brooke Burke voru á meðal þeirra stjarna sem komu fram í auglýsingum fyrir skóna á sínum tíma. Kardashian var meðal annars sýnd reka einkaþjálfara sinn eftir að hafa keypt Shape-up-skó.

„Neytendur ættu ekki að láta glepjast til að greiða meira fyrir vörur sem lofa að innihaldslausu þyngdatapi og öðrum kostum,“ segir Kamala Harris, ríkissaksóknari í Kaliforníuríki.

Í september þurfti íþróttavöruframleiðandi Reebok að greiða jafnvirði rúmra þriggja milljarða króna til neytenda sem höfðu keypt EasyTone-gönguskó fyrirtækisins og RunTone-hlaupaskóna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar