Íslandi spáð 6. sæti

Greta Salóme og Jónsi í fatnaðinum sem þau klæðast í …
Greta Salóme og Jónsi í fatnaðinum sem þau klæðast í Evróvisjón. mbl.is/Styrmir Kári

Íslendingar fikra sig hægt og bítandi upp töfluna yfir sigurstranglega keppendur í Evróvisjón-söngvakeppninni, sem fram fer í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, síðar í mánuðinum.

Framlag Íslands, lagið Never Forget í flutningi Jóns Jóseps Snæbjörnssonar og Gretu Salóme Stefánsdóttur, vermir nú sjötta sætið hjá veðbönkum.

Sem fyrr er því spáð að Svíþjóð, Rússland og Ítalía verði í þremur efstu sætunum. Framlag Svía, lagið Euphoria í flutningi Loreen, nýtur umtalsverðra vinsælda í Evrópu um þessar mundir og situr í 7. sæti vinsældarlista FM957.

Íslendingar keppa í undanúrslitum keppninnar 22. maí en úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 26. maí.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir