Framlag Rússa til Evróvisjónkeppninnar í ár þykir heldur óhefðbundið, en konurnar fjórar sem flytja lagið Party for Everybody eru allar á áttræðisaldri.
Þarna er sveitin Buranovskiye Babushki á ferð og stigu þær býsna fjörugan dans klæddar þjóðlegum fatnaði við gríðarleg fagnaðarlæti á sviði Kristalshallarinnar í Bakú í Aserbaídsjan.
Þær voru númer 14 í röð 18 flytjenda í fyrri undanúrslitakeppninni sem nú stendur yfir.
Eftir flutning síðasta lagsins verður atkvæðagreiðsla í 15 mínútur og eftir það liggur fyrir hvaða lög komast áfram í aðalkeppnina á laugardaginn.