Risastór ljósmynd af Elísabetu II Englandsdrottningu og fjölskyldu hennar hefur verið sett upp við ána Thames í London. Myndin er 100 metrar á breidd og vegur tvö tonn. Skoðanir eru skiptar á myndinni og sumum þykir hún minna á foringjadýrkun í Norður-Kóreu á meðan öðrum þykir að henni mikil prýði.
Ljósmyndin risavaxna var tekin þegar Elísabet átti silfurkrýningarafmæli, árið 1977, en þá voru 25 ár liðin frá krýningu hennar. Í ár á hún demantskrýningarafmæli því 60 ár eru liðin frá krýningunni.
Átta menn voru 45 klukkustundir að koma myndinni fyrir, en hún er við Blackfriars-brú í miðborg London.