Nú liggur fyrir að sjö eru í framboði til forseta Íslands og kosningabaráttan hafin af fullum krafti. Stundum gefst þó stund milli stríða, eins og gerðist hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í dag, er hann brá sér í verslunarleiðangur í Kolaportið ásamt fjölskyldu sinni.
Forsetakosningar verða laugardaginn 30. júní, en utankjörstaðaratkvæðagreiðsla er hafin.