Páll Óskar biður Gretu Salóme afsökunar

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson. mbl.is/Sigurjón Guðjónsson

„Ég talaði við Gretu Salóme í þrjá klukkutíma í gær. Við áttum mjög gott og fróðlegt samtal, og okkur leið báðum betur á eftir,“ skrifar Páll Óskar tónlistarmaður á facebooksíðu sinni og biður Gretu Salome afsökunar á að hafa tekið þátt í umræðu um meint aðgerðarleysi hennar í mannréttindamálum.

„Á laugardaginn, keppnisdaginn sjálfan, spratt upp mjög leiðinleg umræða í netheimum þar sem Gretu Salóme var úthúðað vegna meints aðgerðaleysis í mannréttindamálum,“ skrifar Páll Óskar. „Ég tók þátt í þessum umræðum, þar sem ég hnaut sérstaklega um orð hennar: „Mannréttindabrot eru ekki hluti af þessari keppni.“ Þar var ég Gretu Salóme hjartanlega ósammála, og væri það enn þann dag í dag, ef ég væri ekki búinn að ræða við hana persónulega og fá hennar hlið á málinu. Ég gekk svo langt að segja „þögn er sama og samþykki“ og ýjaði að því að Greta væri þar með að samþykkja mannréttindabrot með því að því líta í hina áttina, og slíku framferði hef ég alltaf verið mótfallinn, og er enn. 

Nú er komið í ljós að orð hennar voru slitin úr samhengi. Það er auðséð þegar viðtalið við hana er lesið í fullri lengd. Þess vegna vil ég biðja Gretu Salóme afsökunar á orðum mínum „þögn er sama og samþykki“, vegna þess að Greta Salóme þagði ekki. Hún svaraði spurningum blaðamanns af hjartans sannfæringu og eftir bestu vitund. Mér þykir það miður að hafa tekið þátt í þessari geðshræringu sem myndaðist í kjölfar þessa fréttaflutnings og vona að Greta sjálf geti fyrirgefið mér á móti. Þetta ætti að kenna mér eina mikilvæga lexíu: Að hætta að mæta í viðtöl hjá fjölmiðlum sem vilja fá álit mitt á óstaðfestum fregnum og blaðra út í eitt um eitthvað sem ég veit ekkert um,“ skrifar Páll Óskar

Greta Salome á sviðinu í Bakú.
Greta Salome á sviðinu í Bakú. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach