Árni í raðir Mjölnis

Árni Ísaksson.
Árni Ísaksson.

Bardagakappinn Árni Ísaksson er genginn í raðir Mjölnis en Árni er, ásamt Mjölnismanninum Gunnari Nelson, annar tveggja atvinnumanna Íslendinga í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Árni hafði undanfarin ár þjálfað hjá Combat Gym en fyrir þann tíma var hann í Mjölni.

Árni hefur þó alltaf sótt æfingar í Mjölni til að æfa með Gunnari Nelson og keppnisliði Mjölnis, sérstaklega við undirbúning undir keppni. Haft er eftir Árna í fréttatilkynningu að hann sé mjög ánægður með vistaskiptin. „Við Gunni Nelson höfum alltaf æft mikið og vel saman, bæði hér heima og erlendis, og ég hef sótt mikið til Mjölnis gegnum árin við undirbúning minn þó ég hafi formlega verið hjá öðrum klúbbi síðustu ár. Þá hefur faðir Gunnars og framkvæmdastjóri Mjölnis, Haraldur Nelson, verið umboðsmaður minn og útvegaði mér m.a. titilbardagann 2010 þegar ég vann ProFC beltið. Sá frábæri andi sem ríkir í Mjölni fer ekki framhjá neinum sem þar koma og undanfarið hef ég fundið æ sterkara fyrir því að þar vil ég vera og æfa. Mjölnir er líka með langöflugustu bardagaíþróttamenn landsins.

Því er einfaldlega heiðarlegast og eðlilegast af mér að ganga formlega í Mjölni og keppa fyrir hönd klúbbsins. Ég er mjög stoltur af því að vera kominn aftur í Mjölni,“ segir Árni.

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar