Árni í raðir Mjölnis

Árni Ísaksson.
Árni Ísaksson.

Bar­dagakapp­inn Árni Ísaks­son er geng­inn í raðir Mjöln­is en Árni er, ásamt Mjöln­is­mann­in­um Gunn­ari Nel­son, ann­ar tveggja at­vinnu­manna Íslend­inga í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um (MMA). Árni hafði und­an­far­in ár þjálfað hjá Combat Gym en fyr­ir þann tíma var hann í Mjölni.

Árni hef­ur þó alltaf sótt æf­ing­ar í Mjölni til að æfa með Gunn­ari Nel­son og keppn­isliði Mjöln­is, sér­stak­lega við und­ir­bún­ing und­ir keppni. Haft er eft­ir Árna í frétta­til­kynn­ingu að hann sé mjög ánægður með vista­skipt­in. „Við Gunni Nel­son höf­um alltaf æft mikið og vel sam­an, bæði hér heima og er­lend­is, og ég hef sótt mikið til Mjöln­is gegn­um árin við und­ir­bún­ing minn þó ég hafi form­lega verið hjá öðrum klúbbi síðustu ár. Þá hef­ur faðir Gunn­ars og fram­kvæmda­stjóri Mjöln­is, Har­ald­ur Nel­son, verið umboðsmaður minn og út­vegaði mér m.a. titil­b­ar­dag­ann 2010 þegar ég vann ProFC beltið. Sá frá­bæri andi sem rík­ir í Mjölni fer ekki fram­hjá nein­um sem þar koma og und­an­farið hef ég fundið æ sterk­ara fyr­ir því að þar vil ég vera og æfa. Mjöln­ir er líka með lang­öflug­ustu bar­dag­aíþrótta­menn lands­ins.

Því er ein­fald­lega heiðarleg­ast og eðli­leg­ast af mér að ganga form­lega í Mjölni og keppa fyr­ir hönd klúbbs­ins. Ég er mjög stolt­ur af því að vera kom­inn aft­ur í Mjölni,“ seg­ir Árni.

Gunnar Nelson.
Gunn­ar Nel­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir