Sólveig og Bítilssonurinn gift

Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison.
Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison. mbl.is/Samsett mynd

Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison giftu sig um helgina á Suður-Englandi. Sólveig er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Dhani er sonur Bítilsins sáluga, George Harrisons. Brúðkaupið hafði verið ráðgert síðan í janúar þegar þau tilkynntu trúlofun sína. Frá þessu greinir vefmiðilinn E-Online.

Meðal gesta í brúðkaupinu voru leikararnir Tom Hanks og Clive Owen auk þess sem Bítlarnir eftirlifandi, Paul McCartney og Ringo Starr, voru viðstaddir.

Kjóll Sólveigar var hannaður af Stellu McCartney, dóttur Bítilsins góðkunna.

Dhani er 33 ára og hefur fetað í fótspor föður síns sem tónlistarmaður. Hann kláraði síðustu plötu föður síns Brainwashed í kjölfarið á dauða hans, en Bítillinn lést úr lungnakrabbameini árið 2001.

Á síðasta ári, í tilefni af því að 10 ár væru liðin frá andláti George Harrisons, var mynd Martins Scorseses George Harrison: Living in the Material World sett á markað, en hún fjallar um Bítilinn sáluga. Dhani hefur sagt að honum hafi þótt óþægilegt að horfa á myndina vegna ákveðinna atriða sem hún fjallar um, meðal annars frá árinu 1999 þegar ráðist var á föður hans með hníf á heimili þeirra.

Sólveig er sálfræðingur og fyrrverandi fyrirsæta. Í Bandaríkjunum gengur hún undir gælunafninu Sola, en hjónin nýbökuðu búa í Los Angeles.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar