Tökur hefjast við Mývatn á mánudag

Undirbúningur fyrir tökur á kvikmyndinni Oblivion við Hrossaborg í Mývatnssveit.
Undirbúningur fyrir tökur á kvikmyndinni Oblivion við Hrossaborg í Mývatnssveit. mbl.is/Birkir Fanndal

Tökur á kvikmynd Tom Cruise, Oblivion, hefjast við Mývatn á mánudag, samkvæmt heimildum mbl.is. Leikmynd og vinnubúðir hafa verið settar upp við gíginn Hrossaborg í Mývatnssveit. Síðar í mánuðinum fara tökur fram við Drekavatn á Jökulheimaleið. Þar hefur einnig verið komið upp leikmynd og búðum fyrir kvikmyndatökuhópinn. Áætlað er að tökum þar ljúki þar í byrjun júlí.

Hluti þess teymis sem hingað kemur til að vinna við myndina mun dvelja á hótelum á hálendi Íslands og í gistingu við Mývatn meðan á tökum stendur.

Tom Cruise kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands á einkaþotu í morgun. Dvelur hann á Hilton hótel Nordica, a.m.k. fyrst í stað. Hann mun skoða tökustaði myndarinnar í dag og á morgun en ætlar að taka því rólega með fjölskyldunni á sunnudag, en þá er feðradagurinn.

Í sendiför á fjarlæga plánetu

Handrit myndarinnar Oblivion byggist á samnefndri teiknimyndasögum eftir Joseph Kosinski og Arvid Nelson en handritshöfundur myndarinnar er William Monahan. Myndin á að gerast í framtíðinni og fjallar um fyrrverandi hermann sem er sendur á fjarlæga plánetu til að gera út af við kynstofn geimvera sem þar búa. En hann er ekki eini maðurinn á plánetunni og eftir komuna þangað fer hann að velta fyrir sér tilgangi ferðarinnar, sín sjálfs og lífsins. 

Meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni, auk Tom Cruise, eru Morgan Freeman og Andrea Riseborough.

Joseph Kosinski leikstýrir myndinni og samkvæmt kvikmyndavefnum IMDB er þetta önnur kvikmyndin sem hann leikstýrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir